Fara í efni

MÖRG PÚSL EN HEILDSTÆÐ MYND

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 30/31.08.25.
Varla er ofsögum sagt að heimurinn sé í nokkru uppnámi þessa dagana. Margt óvænt kemur upp og ekki alltaf auðvelt að átta sig á samhengi hlutanna. En svo skýrist myndin.

Margt liggur ljóst fyrir í hinni stóru heildstæðu mynd. Þannig má öllum ljóst vera að í Evrópu hefur slökunarstefnu níunda áratugar síðustu aldar verið skipt út fyrir vígvæðingarstefnu, í stað þess að stuðla að friðvænlegri þróun með því að fækka vopnum og banna drápstól á borð við tilteknar kjarnorkuflaugar, skal þeim nú fjölgað og þær færðar nær víglínum. Koma þurfi Evrópu “í stríðsham” var sagt umbúðalaust í Brussel og svo mikið lá nýrri ríkisstjórn Þýskalands á að komast fram hjá stjórnarsrká landsins varðandi heimild til hernaðarútgjalda, að þegar sýnt var um síðustu áramót að nýr stjórnarmeirihluti myndi ekki hafa nægilegan þingstyrk til þessa, var gripið til þess ráðs að láta fráfarandi þing samþykkja himinháa hækkun til hernaðar.

Og enn fjölgar púslunum. Forsætisráðherra Frakklands stendur frammi fyrir hótun um allsherjarverkfall og vantraust á þingi í byrjun september. Og ástæðan? Franska ríkið sé nauðbeygt til að ráðast í tröllaukinn niðurskurð á ríkisútgjöldum, þar með til velferðarþjónustu, til þess að mæta stórauknum útgjöldum til hersins.

Í fréttaumfjöllunum hefur minna farið fyrir þeirri ákvörðun þings Evrópusambandsins frá 20. ágúst sl. að höfða mál gegn framkvæmdastjórn ESB og forseta hennar, nýtilkomnum Íslandsvini, Úrsúlu von der Layen, fyrir að bera ekki undir þingið þá ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar að ábyrgjast 150 milljarða evra lánveitingar til aðildarríkja sambandsins til þess að gera þeim kleift að auka útgjöld sín til hermála. Að sögn Úrsúlu hastaði þetta svo mjög að grípa hefði þurft til neyðarheimildar fyrir þessari ákvörðun. Þar með hefði þingleg meðferð verið óþörf!
Frá þessu er greint í smáatriðum á evrópska vefmiðlinum Euractiv og þess látið getið að í reynd snúist deilan í Brussel ekki um vígvæðinguna sem slíka heldur um ólýðræðisleg vinnubrögð. Fram kemur að þegar hafi 18 aðildarríki lýst áhuga sínum á þessum lánum og að 127 milljarðar evra hafi þegar gengið út. Öll eru ríkin að flýta sér. Við svo búið má ætla að hið sama sé uppi á þjóðþingunum, að takmörkuð tækifæri gefist til umræðu um þessi lánsfjármögnuðu fjárútlát til hernaðar.
Þar með væri það ekki aðeins friðarstefnan sem væri víkjandi heldur einnig lýðræðið.

Nú þarf að hafa í huga að miðstýrð forræðishyggja er engan veginn ný af nálinni í Evrópusambandinu og minnast margir GATS samninganna svokölluðu um markaðsvæðingu þjónustu, þar með talið félagslegrar þjónustu, sem gátu falið í sér grundvallarbreytingar á innviðum samfélaga. Þar var allt gert á bak við tjöldin og fyrir hönd allra aðildarríkja ESB var aðeins einn samningsaðili. Það var stjórnarnefndin hennar Úrsúlu. Að GATS samningum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar kom Ísland hins vegar sem sjálfstæður aðili fyrir hönd samfélags okkar Íslendinga.

Stóra heildstæða myndin verður sífellt skýrari. Það sem lagt var til af hálfu Rand stofnunarinnar, hugmyndaveitu bandaríska hermálaráðuneytisins, Pentagons, árið 2019 - löngu áður en Rússar réðust inn í Úkraínu - er allt að ganga eftir. Markmiðið var að veikja Rússland með því að þvinga það í útgjöld sem það réði ekki við: Hervæðum Úkraínu, skiptum um stjórn í Hvíta Rússlandi, nýtum óróa í Kákasus, færum okkur nær rússneska flotanum í Svartahafinu og nær flotastöðvum þeirra í Norðurhöfum, látum Evrópu hætta að kaupa gas og olíu frá Rússlandi, drögum úr rússneskum áhrifum í Moldóvu… Allt þetta og sitthvað fleira var sagt þá, árið 2019, og hefur nú árið 2025 birst okkur í ýmsum myndum.

En þótt heildstæða myndin verði smám saman sýnilegri þá er hún einnig að breytast. Bandaríkin horfa norður á bóginn og vilja ráða yfir Kanada og Grænlandi og að sjálfsögðu Norðurhöfum. Það vill Evrópa líka. Hún vill gjarnan verða stórríki, innlima Ísland sem þar með yrði úr sögunni við öll samningaborð hvort sem væri um vígbúnað eða fisk.

Ólafur Sigurðsson fyrrum fréttamaður, sem er margfróður um utanríkismál, skrifaði fróðlega grein í Morgunblaðið fyrir réttri viku. Þar rakti hann vangaveltur í Brussel um nákvæmlega þetta og minnti jafnframt á að Evrópusambandið færði sig sífellt í áttina að því að gerast hernaðarbandalag sem horfði norður á bóginn. Vitnaði hann í stjórnarskrá sambandsins þar sem sagt er berum orðum að sambandsríkin hafi hernaðarlegar skyldur hvert gagnvart öðru.
Úr vöndu væri að ráða fyrir eyríki á Norður Atlantshafi sem sóst væri eftir að vestan og að austan. Þá þyrftu menn að kunna að standa í fæturna vildu þeir ekki verða að engu gerðir.

Inn í þetta stóra púsluspil hefur ríkisstjórn Íslands stigið. Í vor og í sumar hefur þjóðin umræðulaust verið skuldbundin til að hlíta utanríkisstefnu ESB í veigamiklum efnum og skref stigið í þá átt að undirgangast forræði Brussel í sjávarútvegsmálum.
Smá skref í litlu púsli en risastór þegar púslin koma saman í nýrri heimsmynd.

MANY PIECES COMPLETE THE PICTURE

It is hardly an exaggeration to say that the world is in a state of turmoil these days. Unexpected happenings keep popping up and it is not always easy to understand the wider context. But eventually the pieces fall into place like in a jigsaw puzzle and a picture is before our eyes.

Thus, it is clear to everyone that in Europe the policy of détente of the 1980s has been replaced by a policy of militarization; instead of promoting peaceful coexistence by limiting weapons of mass destruction, such weapons are now being increased in numbers and brought closer to the front lines. Brussels says that Europe needs to be put into a “war mode.” In order to comply with that, a newly elected German government, finding out that it would not have a majority for a truly ambitious war budget, hurriedly called upon the outgoing parliament to vote in its favour. In that way constitutional barriers could be overcome!

And one by one the pieces of the puzzle fall into place. We learn that the French Prime Minister is facing the threat of a general strike and a vote of no confidence in Parliament in September. And the reason? The French state is being forced - as it is being put - to make drastic cuts in state spending, including welfare services, in order to meet the huge increase in military spending now being called for.

The decision of the European Parliament from August 20th has received less attention in the news, namely its decision to file a lawsuit against the EU Commission and its president, Ursula von der Layen, for not submitting to parliamentary debate the Commissions´ decision to guarantee 150 billion euros in loans to the member states of the Union to enable them to increase their military spending. According to Ursula von der Layen this was seen to be so urgent that emergency authorization had to be used which in turn made any parliamentary procedures unnecessary!

This is reported in detail on the European website Euractiv, and there it is specifically noted that in reality the dispute in Brussels is not about the militarization as such but about undemocratic working methods. It is stated that 18 member governments have already expressed their interest in these loans and that 127 billion euros have already been requested by member states. All states are I a rush. It is already evident that the same is taking place in the national parliaments as in the European Parliament: No time for a democratic debate on government requests for an urgent increase in military expenditure.

Thus it becomes obvious that not only are peace aspitrations being subordinated, but also democracy.

Now it must be borne in mind that centralized authoritarianism is by no means new to the European Union. Many may remember the initial stages of the so-called GATS agreement, General Agreement on Trade in Services advocated by the Workd Trade Organization.
GATS was supposed to lay the groundwork for the marketization of services throughout the world, including social services. If adopted in its entirety it would entail fundamental changes to the infrastructure of society. The GATS negotiations were conducted behind the scenes, and on behalf of all EU member states there was only one contracting party. That was Ursulas´ board of directors. However, Iceland, not being a member of the EU, entered the GATS negotiations as an independent party.

The picture is becoming increasingly clear. What was proposed by the Rand Institute, the think tank of the US War Department, the Pentagon, in 2019 - long before Russia invaded Ukraine - is all being implemented. The goal was to weaken Russia by forcing it into spending beyond its capacity: Weaponizing Ukraine, regime change in Belarus, taking advantage of unrest in the Caucasus, moving closer to the Russian fleet in the Black Sea and closer to Russian naval bases in the Arctic, hinder Europeans buying gas and oil from Russia, reducing Russian influence in Moldova… All this and much more accounted for in 2019 has now been realized and is apparent in various forms in 2025.

But although the overall picture is gradually becoming more visible, it is also changing. The United States is looking north and says it wants to dominate Canada and Greenland - and indeed, the North Atlantic. Europe wants to do the same. The EU has big-power aspirations in the same direction; wants to annex Iceland, which would then have no place at any international negotiating tables.

Ólafur Sigurðsson, a former journalist, well-versed in foreign affairs, wrote an informative article in Morgunblaðið a week ago. In this article he outlines speculation in this vein going on in Brussels these days. He reminds us that the European Union is step by step becoming a military alliance that looks north. He cites the constitution of the EU which states clearly that the member states have military obligations towards each other.

So this is becoming our fate, Ólafur says, an island state in the North Atlantic coveted by West and the East. Icelanders must rediscover, he says, how to stand upright, otherwise they would be reduced to nothing.

So this is the jigsaw puzzle the Icelandic government is stepping into. This spring and summer, the nation has been committed to complying with EU's foreign policy on some fundamental issues and has taken steps towards submitting to Brussels authority over some issues relating to fisheries policies.

Small steps taken on a small puzzle piece, but huge when the pieces come together in a new world order.

______________________________
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/

(Ábending: Margir þeirra sem hafa viljað skrá sig á útsendingarlista fréttabréfsins hafa orðið fyrir því að fá ekkert viðbragð eftir skráningu. Skýringin hefur oftar en ekki verið sú pósturinn hefur hafnað í ruslpósti. Fólk gæti að þessu.

To be taken note of: Sometime people who have wanted to subscribe to the news-letter (by pressing skrá netfang and by then giving their e-mail, netfangið þitt) have not got any confirmation. Ususally this is because the reply has been dirceted to the trash bin. Be aware of this.)