AF SEM ÁÐUR VAR: ANDERS FOGH VILL AÐ MENN SMJAÐRI EKKI FYRIR TRUMP
Anders Fogh Rasmusse segir tímbært að hætta að smjaðra fyrir Donald Trump Bandarikjaforseta. Anders Fogh var forsætisráðherra Dana frá 2001 til 2009 og framkvæmdastjóri NATÓ frá 2009 til 2014. Hann segir að NATÓ standi frammi fyrir mestu krísu frá stofnun hernaðarbandalagsins. Það er ekki stðuningur bandalagsríkja við þjóðarmorð á Gaza sem hann vísar þar til heldur ásælni Bandaríkjaforseta í Grænland. Enginn hefur þó enn verið veginn vegna Grænlands svo vitað sé líkt og nýlega gerðist þegar Trump lét ræna forseta Vensúela og drepa í leiðnni fjölda manns. Þetta þótti almennt «vel heppnuð» aðgerð í húsakynnum NATÓ. En nú sé semsagt nóg komið og það vegna Grænlands.
https://www.ogmundur.is/is/greinar/af-sem-adur-var-anders-fogh-vill-ad-menn-smjadri-ekki-fyrir-trump
Það sem hreyfði við mér þegar ég sá þessi nýtilkomnu viðbrögð danska NATÓ forstjórans fyrrverandi var sú kúvending sem hann hefur nú tekið. Ég minnist þess nefnilega hve mjög þessi maður tilbað bandarísk yfirvöld og hve ákaft hann talaði fyrir því að þau ættu að gegna leiðtogahlutverki í heiminum öllum - og gera það óhikað og opinskátt.
Hann gagnrýndi Barak Obama fyrrum Bandaríkjaforseta fyrir linkind. Það gerði hann þótt allir sem vildu vita vissu hve mjög sá foresti reyndi sitt til að greiða götu alþjóðaauvaldsins um heimskringluna alla. Anders Fogh Rasmussen þótti hann hins vegar of lágvær og of hógvær. Það þyrfti meiri einurð og dirfsku. Bandaríkin yrðu að búa yfir raunverulegum vilja til þess að stjórna, The Will to Lead.
Það var titillinn á bók sem hann gaf út í lok september 2016 rétt fyrir forsetakosningarnar í nóvember þar sem í framboði var sá maður sem vildi gera America great again! Það var einmitt þessi bók sem kom upp í hugann þegar ég las ummæli þessa manns um Donald Trump, að menn skyldu hætta að smjaðra fyrir honum, hætta að gera það sem honum sjálfum hafði verið svo tamt að gera.
Um bókina segir í kynningu á ensku:
“From the former prime minister of Denmark comes an impassioned plea to persuade Americans to elect a president who will restore America to its proper role of global leader, instead of "leading from behind."
Anders Fogh Rasmussen is unabashedly pro-American, a fierce defender of freedom, and a public figure unafraid to speak his mind. The Will to Lead is his defense of American leadership in the global struggle for freedom and democracy. A critic of President Barack Obama’s policy of "leading from behind" in foreign affairs, Rasmussen argues that this strategy has emboldened Russia and China—and made the world more dangerous and unstable in the past eight years … Rasmussen argues that, like it or not, America is the world’s indispensable world leader—and must act as the world’s policeman…”
Það er verst þegar heimslöggan fer að róta í þínum eigin garði. Í fátækari hluta heimsins kannast menn aftur á móti vel við yfirgang auðvaldsheimsins með Bandaríkjaforseta sem helsta handlangara sinn, viljugan að ráðskast með allt og alla. Það er gömul saga og ný.
-----------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/
(Ábending: Margir þeirra sem hafa viljað skrá sig á útsendingarlista fréttabréfsins hafa orðið fyrir því að fá ekkert viðbragð eftir skráningu. Skýringin hefur oftar en ekki verið sú pósturinn hefur hafnað í ruslpósti. Fólk gæti að þessu.
To be taken note of: Sometimes people who have wanted to subscribe to the news-letter (by pressing skrá netfang and by then giving their e-mail, netfangið þitt) have not got any confirmation. Usually this is because the reply has been directed to the trash bin. Be aware of this.)