Á LEIÐ TIL FRELSIS
Það er hressandi að hitta gríska sósíalista. Í vikunni sem leið var í Aþenu, gestur á þingi Plefsi Eleftherias, sem á ensku er þýtt Course to Freedom, og þá væntanlega Leiðin til frelsis á íslensku.

Þetta er flokkur vinstra fólks, sósíalista, og hafði mér verið boðið að ávarpa þingið sem kallað hafði verið saman til þess að móta tillögur um póltískar áherslur og framkvæmdaáætlun flokksins. Áður hafði ég verið beðinn um að senda tillögur/innlegg í púkk þar að lútandi og að sjálfsögðu orðið við því.

Formaður Plefsi Eleftherias er Zoe Konstantoupoulos en hana hitti ég fyrst í Palestínu árð 2016:
https://www.ogmundur.is/is/greinar/tveir-irar-einn-grikki-og-islendingur-i-palestinu
https://www.ogmundur.is/is/greinar/yfirlysing-ad-lokinni-palstinufor-bilal-kayed-verdi-latinn-laus-thegar-i-stad
https://www.ogmundur.is/is/greinar/med-barattumodur
https://www.ogmundur.is/is/greinar/samviskuspurning-dagsins
Næst lágu leiðir okkar saman ári síðar, i Aþenu 2017: https://www.ogmundur.is/is/greinar/a-fundi-i-athenu-og-framhald-i-reykjavik
Og síðan í Reykjavík 2018: https://www.ogmundur.is/is/greinar/grikkir-gegn-audvaldi
https://www.ogmundur.is/is/greinar/hrollvekjandi-frasogn-af-hlutskipti-grikkja
Nikos – stjórnmálamaðurnn sem aldrei var keyptur
Um nýafstaðna Grikklandsför á ég án efa eftir að hafa einhver orð einhvers staðar og þá von í brjósti sem samræður við heimamenn og erlenda gesti kveikti i brjósti mínu. En að sinni læt ég nægja að vitna í föður Zoe Konstantoupoulos, Nikos, 83 ára og unglingur í anda. Hann er baráttumaður af bestu gerð, framan af miðjumaður en geðrist róttækari eftir því sem árin liðu.
Herforingjastjórnin gríska, sem stjórnaði harðri hendi í Grikklandi 1967-74, dæmdi hann til átta ára fangelsisvistar og sætti hann pyntingum í fangelsi. Nikos var óþreytandi í baráttu gegn spillingu, vinstri sósíalisti sem enginn gat keypt. Það þýddi að oft þurfti hann að taka slaginn!

Alþjóðasamböndin þrjú
Nikos Konstantoupoulos sagði mér að fyrr á tíð hefðum við haft öflug alþjóðasambönd verkalýðssamtaka, sósíalista og krata. Nú væru alþjóðasamböndin þrjú talsins, Alþjóðasamband valdstjórnarmanna, þar ríkti gagnkvæmur skilningur allra félagsmanna þótt þeir vissulega tækjust á um hagsmuni sína. Þá vær það aljóðsamband spillingarinnar. Einnig þar ríkti samstaða og skilningur. Að lokum væri það alþjóðsamband skrifræðisins, bírókratanna. Þeir stæðu saman í gegnum þykkt og þunnt. Ekki nefndi hann Evrópusambandið í því sambandi en ég hugsaði mitt.
Gömul saga og ný um Ísland og Evrópusambandið: https://www.ogmundur.is/is/greinar/grikkland-island-evropusambandid-og-lydraedid
---------------------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/
(Ábending: Margir þeirra sem hafa viljað skrá sig á útsendingarlista fréttabréfsins hafa orðið fyrir því að fá ekkert viðbragð eftir skráningu. Skýringin hefur oftar en ekki verið sú pósturinn hefur hafnað í ruslpósti. Fólk gæti að þessu.
To be taken note of: Sometime people who have wanted to subscribe to the news-letter (by pressing skrá netfang and by then giving their e-mail, netfangið þitt) have not got any confirmation. Ususally this is because the reply has been dirceted to the trash bin. Be aware of this.)