Fara í efni

GRIKKIR GEGN AUÐVALDI

Grikkir 3 febr
Grikkir 3 febr

Boðið er til fundar kl. 12 á laugardag í Safnahúsinu, Hverfisgötu um stöðu og horfur í grískum stjórnmálum með þátttöku tveggja baráttumanna sem hafa verið virkir leiðtogar í baráttu grísks almennings gegn alþjóðlegu auðvaldi, Zoe Konstantopoulou og Diamantis Karanastasis. Konstantopolou var í fremstu víglínu þegar Syriza vann sögulegan kosningasigur sinn í janúar árið 2015 og hefur í kjölfarið verið áberandi í grískum stjórnmálum.

Konstantopoulou og Karanastasis flytja stutt erindi hvort og að því búnu gefst tækifæri til fyrirspurna og athugasemda. Fundinum verður lokið í síðasta lagi klukkan 13:30.

Zoe Konstantopoulou er formaður nýs stjórnmálaafls í Grikklandi, Frelsisleiðarinnar. Hún var áður þingmaður Syriza, núverandi stjórnarflokks í Grikklandi og forseti gríska þingsins. Hún sagði af sér og yfirgaf Syriza eftir að flokkurinn og ríkisstjórn hans undirgekkst skilyrði Evrópusambandsins um greiðslur almennings vegna fjármálahruns. Zoe Konstantopoulou er í forsvari Sannleiksnefndar um skuldastöðu ríkisins svo og hreyfinga undir slagorðinu „Réttlæti fyrir alla" og „Nei við þeirra jái!".
Diamantis Karanastasis er margverðlaunaður leikari og leikstjóri. Hann er í framvarðarsveit Frelsisleiðarinnar svo og hreyfinganna „Réttlæti fyrir alla" og „Nei við  þeirra jái!". Karanastasis er frumkvöðull hreyfingar listamanna sem starfa undir kjörorðinu „Ég mun ekki beygja mig í duftið." Þá er hann í forsvari nýs sjónvarpsmiðils, Frelsissjónvarpsins.

Linkur á viðburð á facebook:https://www.facebook.com/events/181135979160790/
Grikkir IV