Fara í efni

William Blum og valkostur við hernaðarútgjöld

Hér á þessari síðu hefur áður verið vitnað í William Blum, þekktan skríbent og höfund bókarinnar "Rogue State" eða "Fanta ríkið".  Blum hefur talað mjög ákaft og á sannfærandi hátt gegn fjáraustri til hermála. Hér er lítill þanki frá honum, styttur þó: Hinn 6. mars, hvolfdi ferju við Baltimore í Bandaríkjunum. Í ferjunni voru 25 manns. Sumir lentu undir henni og var stórslys fyrirsjáanlegt. Svo vildi til að þessi atburður átti sér stað skammt frá flotastöðinni í Fort McHenry. Nánast samstundis voru hermenn úr stöðinni komnir á vettvang með landgöngupramma. Búnaði, sem notaður er við landgönguí hernaði, var skotið undir ferjuna og henni lyft, en það varð til þess að fólkinu auðnaðist að komast upp á yfirborðið. Sjóliðar í kafarabúningum björguðu þeim, sem ekki gátu losað sig. Næstum allir björguðust. "Og hvað skyldi ég hafa hugsað við að heyra frásögn af þessum atburði? Til nokkurs væri unnið ef bandaríski herinn – í stað þess að rannsaka hvernig auðveldast sé að drepa fólk – nýtti þann rándýra og öfluga búnað sem hann býr yfir, til þess að bjarga lífi, öllum stundum og í öllum heimsins hornum.".
Hér er meðal annars fjallað um William Blum. https://www.ogmundur.is/is/greinar/einar-karl-og-william-blum