VILTU HYLLA EINRÆÐISHERRANN?
Furðuleg eru skrif þín til að bera í bætifláka fyrir Hafþór Júliús kraftlyftingamann sem leyfir sér að rjúfu einangrun Rússlands með því að keppa þar í landi eins og Þorgerður Katrín, utanríkisráðherra, réttilega gagnrýnir. Síðan viltu taka upp að nýju vinabæjarsamband við Morskvu og hætta að sýna Úkraínu samstöðu með fánahyllingu við Ráðhús Reykjavúkur. Á ekki bara að ganga alla leið og flagga fyrir Pútín?
G.Gunnarsson
Þakka þér fyrir bréf þitt G. Gunnarsson.
Ég gerði grein fyrir sjónarmiðum mínum í pistlinum sem þú ert greinlega að vitna og held ég að litlu sé þar við að bæta: https://www.ogmundur.is/is/greinar/hafthor-julius-lyftir-i-siberiu
Eflaust ræður Pútin öllu sem hann vil ráða í Rússlandi og er einræðisherra í þeim skilningi. En kosinn er hann til embættis síns eins og Trump í BNA sem þó hefur sennilega hlutfallslega færri landsmenn sína á bak við sig. Mér sýnist sá síðarnenfndi gjarnan vilja vera einræðisherra og gengur vel í þeirri viðleitni að því er best verður séð.
Þú spyrð hvort ég vilji hylla einræðisherra. Ég hylli enga einræðisherra og hef óbeit á stríðsáróðri, sérstkalega af hálfu þeirra sem hvetja menn til mannfórna úr öruggri fjarlægð.
Ögmundur