Fara í efni

Verð ég að vita hvað það kostar að lækna mig?

Þrándur skrifar athyglisverðan pistil í dag þar sem hann víkur m.a. að skrifum Þorvaldar Gylfasonar prófessors í hagfræði í Fréttablaðinu. Þrándur veltir vöngum yfir skrifum um nauðsyn þess að neytendur fái jafnan að vita "hvað hlutirnir kosta í raun og veru". Þetta viðhorf tekur að mati Þrándar á sig vafasama mynd þegar "neytandinn" er sjúklingur, sem þá væntanlega þurfi að vita allt um tilkostnaðinn við eigin aðhlynningu og lækningu. Þetta minnir mig á "kostnaðarvitundarvakniguna" sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks beittu sér fyrir á fyrstu árum tínda áratugarins og varð til þess að sjúklingar stofnuðu með sér samtök til að verjast ríkisstjórninni. Pistill Þrándar er skrifaður með góðri blöndu af glöggskyggni og kímni... . sjá nánar:
https://www.ogmundur.is/is/greinar/heilbrigda-i-sjukrarumin