Fara í efni

VARAÐ VIÐ FORINGJARÆÐI

Í umræðu á þingi um nýtt stjórnarráðsfrumvarp sagði Jóhanna að mótbárur væru ekki svara verðar því þær væru fyrir neðan sína virðingu og þingsins. Mótbárurnar sneru reyndar að því að með því að færa forsætisráðherra meira samræmingar- og verkstjórnarvald gæti verið að festa margumtalað foringjaræði enn frekar í sessi. Nú skil ég vel þörfina á samstarfi milli ráðuneyta og að unnnið sé skipulega sem vísað er til sem markmið þessa frumvarps. Viðbrögð núverandi forsætisráðherra sýna þó að maður á alltaf að vantreysta fólki fyrir valdi - sérstaklega fólki sem vill útiloka umræðu og sjónarmið annarra þegar kemur að hætti einræðisherra. Ég held að meiri valddreifing og sáttapólitík sé betri en að fela Jóhönnu tækifæri til að ráða sjálf án samráðs.
Þór