Fara í efni

Útrýmingarbúðirnar á Gaza

 
Abdullah Abed, 18 ára, fór til að freista þess að ná í mat á ameríska matarstöð fyrir systkini sín og foreldra. Þar var hann tekinn af lífi, með skoti þráðbeint í ennið (mynd 1).

Guðný Gústafsdóttir skrifar: Þessi unga kona dó í gær, eftir að hafa kallað á hjálp svo klukkutímum skipti. Hún lá ásamt mörgum öðrum, undir húsarústum eftir sprengju hernámshersins. Þau kölluðu öll á hjálp. Hernámsher Ísraels meinaði björgunarfólki að koma fólkinu til bjargar (mynd 2).
Kristín S. Bjarnadóttir skrifar: Hernámsherinn drepur og drepur líka þau sem reyna að hjálpa. Í þessu tilviki drápu þeir bræðurna Salem og Suleiman Abu Khati, eftir að hafa drepið pabba þeirra í Bani Suhaila, Khan Younis. Ísraelsher myrti bræðurna þar sem þeir reyndu að ná líki föður síns úr húsarústum (mynd 3).
Belal Aburok skrifar: Afi minn 95 ára gamall var drepinn í hjólastól sínum af hernámsliðinu. Vegna þess að hann var eldri en Ísraelsríki. Þeir drápu hann til þess að fela sannleikann.
Kristín S. Bjarnadóttir skrifar: Fyrirvaralaust kom fjöldi skriðdreka og hóf árásir á allt sem fyrir varð. Einnig komu stórtækar vinnuvélar og eyðilögðu allt sem þær gátu eyðilagt. Lík voru grafin upp úr gröfum sínum. Þeim er ekkert heilagt þessum guðsvoluðu síonistum sem telja sig yfir önnur hafin og ala börnin sín upp til að verða þær drápsmaskínur sem þau hafa ítrekað sýnt umheiminum að þau eru. Fyrr um daginn sprengdi herinn hóp kvenna og barna í Deir al-Balah þar sem þau stóðu og biðu eftir neyðaraðstoð. Að minnsta kosti 17 konur og börn voru tekin miskunnarlaust af lífi með þungavopnum Vesturvelda.
Ahmad Abu Shamala er 39 ára gamall maður, í blóma lífsins, hamingjusamlega giftur og 4 barna faðir. Hann er bugaður eftir tæplega tveggja ára linnulaust stríðsástand, en þó ekki síst eftir lífsreynslu gærdagsins þegar fyrirvaralaust og án viðvörunar kemur dróni aðvífandi og sprengir 3 menn í tætlur aðeins nokkra metra frá honum. Og hann horfir upp á það allt. Og vitneskjan um að þú ert hvergi óhultur verður enn skírari en áður.
Nada Maher er tuttugu og fimm ára gömul og skrifar: Ástandið í Gaza er orðið erfiðara en nokkru sinni fyrr. Óttinn er orðinn hluti af hverri stund, jafnvel það að fara út er hættulegt. Verð á nauðsynjavörum, eins og hveiti, hækkar ógnvekjandi hratt og að tryggja sér lífsviðurværi er dagleg áskorun. Í kvöld í flóttamannabúðunum Al-Shati, nálægt okkar svæði, réðist hernámsliðið á heilt hús og myrti alla sem inni voru. Það er enginn öruggur staður lengur. Allt sem er eftir er bænin og hjörtum okkar blæðir hljóðlega.
Heba Eyad er með háskólagráðu, kennaramenntuð í raunvísindum: eðlisfræði, efnafræði og líffræði. Áður en morðæðið byrjaði stundaði hún kennslu í þessum greinum. Í fjölskyldunni eru þrír fullorðnir og sex börn. Henni er lífsnauðsyn að fá lyf og rétt mataræði en hvort tveggja er erfitt. Fjölskyldan er einstaklega glaðvær, krakkarnir eru fjörkálfar og Heba brosmild og æðrulaus. En nú liggur henni við að örvænta.
Fadel Mohamed skrifar: Ég skrifa þér frá Gaza, í miðjum sársauka sem er orðinn óbærilegur. Við lifum núna í gegnum eitt harðasta stig þessa stríðs, stríð hungursneyðar og örvæntingar. Á hverjum degi heyrum við talað um vopnahléssamninga og samninga við Evrópusambandið um að leyfa matarvögnum að komast inn en í raun breytist ekkert. Morgun eftir morgun, bíðum við eftir afléttingum, aðeins til að finna tómar hillur. Allt sem við biðjum um er smá... bara nóg hveiti til að baka eitthvað til að róa hungur barnanna okkar.
G. Nour Al-Batsh skrifar: „Við festumst inni í íbúðarturni á hafnarsvæðinu í Gaza þegar árás var gerð á Al-Shifa-sjúkrahúsið. Við vorum í húsi sem var fyrir aftan sjúkrahúsið, beint á móti sjónum. Í þetta sinn stóð umsátrið yfir í tvær vikur. Herskip voru á hafi, skriðdrekar undir byggingunni og sprengingar alls staðar. Við áttum aðeins mat og vatn fyrir tvo daga. Enginn var í íbúðinni nema ég, eiginmaður minn og börnin. Til að lifa af földum við okkur og þögðum. Skriðdrekar sprengdu íbúðina fyrir ofan okkur og þá við hliðina á okkur. Skothríðin hætti ekki í 14 daga“.
Lýsingar Gazabúa hér að ofan eru allar teknar af Facebook-síðu Kristinar S. Bjarnadóttur og þau sem vitnað er í eru skjólstæðingar hennar. Við getum minnkað þær þjáningar sem íbúar Gaza ganga i gegnum með því að styðja þá fjárhagslega. Stöndum ekki hjá og horfum með blinda auganu á þennan harmleik. Ein leiðin er að ganga í Vonarbrú, styrkja félagið með félagsgjaldi eða framlagi kt. 420625-1700, reikn. 0565-26-006379. Félagið styrkir og styður við sjötíu barnafjölskyldur á Gaza. Það er hægt að kaupa mat á Gaza, en verðið er orðið margfalt íslenskt verð. Sem dæmi kostar kílíóið af hveiti 3000 kr. en 200 kr. í Bónus.

 

Íslenska orðið sem lýsir vel því sem hér kemur fram er níðingsverk. Hver sá sem það drýgði að fornu var útlægur úr mannlegu samfélagi og þannig ættu örlög þeirra að verða sem standa að núverandi þjóðarmorði. Ef við þegjum erum við orðin samsek. Látum það ekki henda.