Fara í efni

ÚTLENDINGAR RÁÐNIR TIL AÐ PÍNA NIÐUR LAUNIN

Kæri Ögmundur.
Ég var að ræða við kunningja minn sem gegnir vel launaðri stöðu hjá Flugleiðum, eða Icelandair eins og það heitir víst núana - ( ekkert má lengur heita íslenskum nöfnum hjá hinni nýju stétt íslenskra peningabraskara). Hinn ágætlega haldni kunningi minn sagði að fjárhagsstaða fyrirtækisins væri slík að það þyrfti að spara á öllum sviðum, þá helst hvað laun starfsmanna snerti ásamt þjónustu við farþega. þess vegna væri almennings-sætunum svo þétt staflað saman, að fólk gæti ekki rétt úr sér, jafnvel í langflugi, alla leið frá Keflavík til San Francisco. Í framhaldi af þessari ályktun sagði hann að fyrirtækið ætlaði að ráða Pólverja til að ferma og afferma flugvélarnar til að spara pening.
Ég spurði hann hvort hann virkilega teldi að það skipti sköpum fyrir fjárhagslega afkomu fyrirtækisins að pína niður laun lægst launaða fólkisins í farangursafgreiðslunni hjá fýrirtæki vel að merkja sem greiddi hákörlum sínum hundruð miljóna á ári og jafnvel einum þeirra sem hafði ekki starfað nema í nokkra mánuði, vel yfir hundrað miljónir, bara fyrir að hætta, utan fúlgu mánaðarlaunanna sem starfsmaðurinn hafði fengið. Einnig spurði ég manninn hvort hann sæi ekkert annarlegt við að ráða útlendinga í störf Ísendinga til að pína þessi lágu laun enn neðar, og hvort það kosti ekki sitt að ráða og þjálfa útlendinga sem kynnu ekki einu sinni íslensku. þetta fólk væri ráðið í gegnum atvinnumiðlanir sem tækju auðvitað sitt. Væri ekki nær að ráða þaulvana Íslendinga, ekki síst þegar haft er í huga að þetta gersit á svæði þar sem atvinnuleysi er talsvert vegna burtfarar Kanans.  Kunningi minn sagði ekki mikið en leit á mig með undrunnar augum, eins og ég væri að halda fram einhvetrjum flóknum og torskildum fræðum, eða að ég væri kommúnisti eða einhverskonar hryðjuverkamaður, utangáttar “við hinn nýja tíma og veruleik.” 
Svo las ég grein í Fréttablaðinu í morgun, með fyrirsögninni “400 starfsmen hafa ekki fengið atvinnu”!  Þar er til umræðu fjöldi þeirra starfsmanna í Keflavík, sem eru atvinnulausir vegna brottfarar bandaríska hersins frá Íslandi.  Svo voga menn sér að láta sér detta í hug að flytja inn útlendinga til að taka atvinnu Íslendinga ef þeir ekki láta bjóða sér afarkjör!
Ögmundur, er ekki komin tími til að horfa á þá bláköldu staðreynd að atvinnumiðlanir nar eru settar til höfuðs íslenskum verkalýð?  Er ekki kominn tími til að verkalýðshreyfingin loki þessum atvinnumiðlunum?  Er ekki komin tími til að verkalýðsfélögin loki á þá atvinnurekendur sem voga sér að ráða útlendinga í atvinnu Íslendinga á svæðum sem Íslendingar eru atvinnulausir og tilgangurinn er að pína laun og aðbúnað niður?
Er ekki kominn tími fyrir löngu að ganga úr Schengen og jafnvel EES?
Með kveðju,
Helgi