Fara í efni

UNDARLEG FORGANGS-RÖÐUN

Sæll Ögmundur,
Ég vildi spyrja þig um forgangsröðun í ríkisfjármálum. Það er margt sem maður skilur ekki, t.d. nú er talað um að taka inn hóp af flóttamönnum og nægur peningur virðist til að byggja bankahöll við höfnina. Á sama tíma er LSH spítalinn að vega salt á brúninni, og er það ekki heldur nýfrétt! Væri ekki nær að beina þessum takmörkuðu fjármunum í að halda hjúkrunarfræðingum á spítalanum og stilla til friðar? Jafnvel mætti eyða í kamra svo ferðamennirnir þurfi ekki að menga umhverfið. Það eru margir kraftar að verki en virðast allir vilja óstöðugleika heldur en stöðugleika og sátt samfélag.
kveðja,
Gunnar