Fara í efni

UM SAMKOMU Í SALNUM OG ÁKALL SEM FÆST EKKI BIRT


Á sunnudagskvöld klukkan 20 verður samkoma í Salnum í Kópavegi til stuðnings flóttamönnum frá Tíbet. Fjöldi listamanna kemur þar fram og er ástæða til að hvetja fólk til að fjölmenna á þessa styrktartónleika. Í grein sem hin ötula baráttukona fyrir mannréttindum í Tíbet, Birgitta Jónsdóttir birtir hér á síðunni í dag  undir frjálsum pennum, gagnrýnir hún íslenska fjölmiðla fyrir hve slælega þeir hafi staðioð sig í „að fklytja fréttir á gagnrýnin hátt um voðaverkin sem framin eru í skugga Olympíuleikanna." Hún birtir einnig í viðhengi Ákall um frið í Tíbet eftir  Tsewang Namgyal sem búsettur er hér á landi. Það sem vekur mér ugg er að þessi grein hafi verið send til allra fjölmiðla en ekki fengist birt! Ég hvet alla til að lesa grein Birgittu og ákall Tsewangs Namgyals.