Fara í efni

Um gáfuleg viðfangsefni

Ég held það nú elsku karlinn minn að þú hafir málað þig útí horn. Það er ekki eðlilegt að fólk borgi ekki húsaleigu þó það sé veikt. Það hefur sjúkrapening frá Tryggingastofnun sem á að vera nóg til að borga húsaleigu, sérstaklega þegar hún er ekki hærri en 15 þúsund á mánuði. Að viðkomandi aðili hafi ekki verið borinn út fyrir löngu er furðulegt. Ég er annsi hræddur um að mér yrði hent á dyr ef ég borgaði ekki af íbúðinni minni, og það miklu fyrr en þessi aðili. Hættu nú þessari aumingjadýrkun þinni og reyndu að snúa þér að gáfulegri málum.
Gunnar

Heldur finnst mér þetta kaldranaleg nálgun Gunnar og ég ætla nú að leyfa mér að vara við að taka fréttamennsku DV of alvarlega af þessu máli eins og mér sýnist þú hafa gert. Annars fjalla ég um þetta og skyld mál í pistli hér á síðunni sem ber heitið, Okkur ber skylda til að veita aðhald. Varðandi gáfuleg viðfangsefni þá veit ég fátt gáfulegra en að reyna að stuðla að því að velferðarþjónustan sinni vel  þeim verkefnum sem við ætlum henni. 
Kveðja,
Ögmundur