TIL HEIMABRÚKS?
						
        			01.11.2011
			
					
			
							Fréttablaðið þykir mér vera smátt í sér þegar það gerir í fyrirsögn lítið úr nýafstöðnum landsfundum stjórnarflokkanna. Ályktanirnar eru bara „til heimabrúks" segir í fyrirsögn  blaðsins - til að friða baklandið. 
Lítur þú svona á málið Ögmundur? Er svona illa komið fyrir þessum flokkum,  að þeir gefi ekkert fyrir skoðanir almennings? Eða er svona illa komið fyrir Fréttablaðinu? Nema þarna séu einhverjar pólitískar krosstaugatengingar á milli blaðs og ríkisstjórnar; að það þurfi ekki að hlusta á almenning? Hvað á svona tal að þýða?
Jóhannes Gr. Jónsson
Ekki ætla ég að svara fyrir Fréttablaðið um þetta. En því fer fjarri að við lítum á ályktanir Landsfundar VG sem væru þær til málamynda!
Ögmundur