Fara í efni

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN

Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.

,,Bjarni segir sótt að sér‘‘

Bjarni telur sótt að sér
sakleysi hans dvínar
Sama er mörgum og mér
gaf eigur mínar.

Bjarni gamli gerði í brók
ei glæsilegt er fallið
Skikkaður í skammakrók
eftir drullumallið.

Segja allt gott og gilt
uppá lygum fitja
Virðast vera ansi spilt
veikburða sitja.

Hér Bjarnabófar banka
rændu bíræfir í annað sinn
Og auðvitað þeir allir græddu
áttu góðan vin!

Víst er margan vanda að sjá
vitleysan að harðna
Bankann vill ættin aftur fá
Elítan styður Bjarna.

,,NÚ ER ÞAÐ BÚIБ‘

Út með Bjarna Ben
bankasölu kokkinn
Er með græðgi gen
og gerir út flokkinn.

,,HOLLUSTAN‘‘

Í Elítuna nú eflaust geng
ef að líkum lætur
Annað slagið þá fengi feng
og hollustu bætur.

Víst er margan vanda að sjá
vitleysan er að harðna
Bankann vill ættin aftur fá
Elítan styður Bjarna.

Banka leikurinn var jú ljótur
landinn stendur á öndinni
Nætur gróðinn gerðist skjótur
og gjöfin frá bláu höndinni.

Ég er víst í fátækt fæddur
og fæ ekki ráðið við neitt
Samt er ég gáfum gæddur
en get þó fáu breytt.

Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.

Auðvitað okkur öllum brá
óvitunum með tölu
Nú Katrín mætti fara frá
fegraði bankasölu.

Siðblinduna við sáum þar
sóðaskapinn og plottið
Á vinagreiða ei virtist spar
og Katrín sýnir glottið.

Höf. Pétur Hraunfjörð.