Fara í efni

ÞINGVIKA EVRÓPURÁÐSINS

Evrópuráðið - 8
Evrópuráðið - 8

Þing Evrópuráðsins stóð 18. - 22. april.  Málefni flóttamanna var sem fyrr mál málanna. Ekki var síst rætt um nýlegan samning Evrópusambandsins við Tyrkland sem mörgum þykir mjög ámælisverður. Í honum er skilgreint að Tyrkland sé „öruggt ríki". Allir sem vilja vita, hljóta að viðurekkna að svo er ekki. Þeim fer fjölgandi sem dregnir eru fyrri dóm vegna skoðana sinna og þykir þá saknæmt að móðga forsetann.

Í Evrópu er fjöldi kúrdískra flóttamanna. Ég þekki marga þeirra persónulega, þar á meðal menn sem setið hafa í fangelsi fyrir að vilja tala móðurmál sitt. Þetta fólk er nú hægt að senda til Tyrklands í öruggan faðm Erdogans forseta! Á þinginu hlýddum við á boðskap forsætisráðherra Tyrklands, Ahmet Davutoglu, sem ávarpaði þingið. Hann hafði flutt með sér klapplið mikið sem fagnaði ákaft þegar ráðherrann sagði að ef meta ætti ríki heims á mælikvarða mannúðar, kæmi Tyrkland efst!

Rætt var um hryðjuverkaógnina og tók ég þátt í þeirri umræðu og hvatti ég til þess að taka á vandanum á dýptina. Vitnaði ég í orð Nils Muiznieks, Human Rights Commissioner Evrópuráðsins, þar sem hann varaði við fljótráðum viðbrögðum. Förum varlega, „GO SLOWLY", hafði hann sagt í ávarpi til þingsins í byrjun vikunnar, þar sem hann varaði við hertum öryggisaðgerðum sem bitnuðu á frelsi okkar.
Ég hvatti vestræn ríki til að gerast gagnrýnni á sig sjálf og spyrja að hvaða marki þau væru sjálf ábyrg fyrir hryðjuverkum með eigin verkum - eigin hryðjuverkum: http://assembly.coe.int/Documents/Records/2016/E/1604211530E.htm

Vikan hófst reyndar með umræðu um Panamaskjölin og voru skoðanir mjög á einn veg, að uppræta bæri skattaskjól og stuðla að gagnsæi í fjármálaheiminum. Lagði ég mitt af mörkum til þessarar umræðu: http://assembly.coe.int/Documents/Records/2016/E/1604181500E.htm

Ég tók einnig þátt í umræðu um höfundarrétt og stuld á netinu og minnti á að höfundarréttur ætti sér margar hliðar. Höfundarréttur væri tvíburi patentanna í lyfjaiðnaði og margvíslegri framleiðslu og oftar en ekki notuð á óábyrgan hátt: http://assembly.coe.int/Documents/Records/2016/E/1604201530ADD2E.htm

Þá tók ég þátt í umræðu um hvernig mætti gera heiminn betur í stakk búinn að bregðast við heilsuvá svo sem bráðapestum. Tók ég undir efnisþætti skýrslu sem var til umræðu um þetta efni. En hvatti til varðstöðu um almannahag gagnvart lyfjaðnaðinum, sem kappakostaði við slíkar aðstæður að telja okkur trú um að þeirra rándýru lyf væru allra meina bót og jafnvel glæpsamlegt að kaupa ekki. þarna hef ég stundum haft efasemdir: http://assembly.coe.int/Documents/Records/2016/E/1604221000E.htm

Að lokum tók ég þátt í umræðu um nýjar tegundir farandflutninga af völdum loftslagsbreytinga og annarra þátta í umhvefinu sem þvinguðu fólk til að flytjast búferlum. Alþjóðasamfélagið þarf að viðurkenna réttarstöðu þessa fólks ekki síður en þeirra flýðu stríðsátök eða ofsóknir: http://assembly.coe.int/Documents/Records/2016/E/1604221000E.htm