Fara í efni

ÞAKKIR TIL JÓNS BJARNASONAR

Sæll Ögmundur.
Nýverið gaf Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra út áætlaða fiskveiði fyrir næsta ár. Á flestum stöðum bætir ráðherrann tugum þúsunda tonna við ráðgefandi tölur Hafró. Og það er vel. En það sem gleður mann mest og það sem mikilvægast er, er að hann gefur út frjálsar rækjuveiðar. Rækjukvóti hefur á undanförnum árum verið notaður sem skiptimynt fyrir aðrar tegundir, eða s.s. þorskígildi. Ég vil hér með nota þennan samskiptavef þinn Ögmundur sem er bæði vinsæll og mikið er vitnað í til að koma fram þakklæti til Jóns Bjarnasonar sem sýnir með úthlutun kvóta fyrir árið 2011 að vilji hans er mikill til að breyta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi til sanngjarnari og betri háttar.
kv.
Ágúst