Fara í efni

TEKJULÁGIR OG HÚSNÆÐIS-KAUPENDUR Í HRAKNINGUM Í FORGANG

Eftir að hafa hlustað á stefnuræðu forsætisráðherra og megnið af þeim ræðum sem á eftir komu verð ég að segja að ekki fannst mér mikið til þeirra koma.  Fólkið sem þarna talaði hefur annað hvort aldrei upplifað erfiðleika eða hreinlega er búið að gleyma þeim í góðærinu sem ríkt hefur undanfarin ár hjá stórum hluta þjóðinnar.
Eins og staðan er núna í þjóðfélaginu eiga þingmenn, ráðherrar, verkalýðsforustan, samtök atvinnulífsinns og fjármálastofnanir að snúa bökum saman og leysa vandan. Það sem verður að hafa þar ofarlega á blaði eru allar þær fjölskyldur sem nú eru að missa húseignina sína vegna falls krónunar og þeirra okurvaxta sem hér hafa verið í langan tíma. Einnig þarf að huga að þeim sem eru tekjuláir og verja kaupmátt þeirra.  Það verður mjög dýrt fyrir þjóðfélagið ef ekki verður hlúð að fólki í þessari stöðu og mun hækka greiðslur sveitafélaganna til félagslegrar aðstoðar og greiðslur ríkisins til heilbrigðiskerfisins því mikið álag á fólk veldur veikindum. 
Ég geri mér grein fyri því að marga langar í dag til þess að lesa yfir þeim mönnum sem ferðuðust um á einkaþotum, óku dýrum bílum og keyptu dýr hús til þess eins að brjóta þau niður og byggja önnur. Látum það bíða til þess verður nægur tími þegar við verðum búin að koma þjóðarskútunni aftur á réttan kjól. 
Það er ekki það fyrsta sem við segjum við reiðhjólamanninn sem er illa slaðaður á höfði eftir að hafa fallið af hjólinu: Ég var búinn að segja þér að vera með hjálm, heldur byrjum við að hlúa að honum og síðan þegar hann er búinn að ná sér látum við hann vita að það eigi að vera með hjálm á höfðinu þegar maður er á reiðhjóli.
Með kveðju,
Sigurbjörn Halldórsson.