Fara í efni

TEKIÐ UNDIR OFURLAUNAGAGNRÝNI ÚR STJÓRTNARRÁÐI

Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og samgönguráðherra, sem jafnframt eru formenn stjórnarflokkanna, gagnrýna launakjör bankastjóra Landsbanka og Íslandsbanka og segja þau ekki í samræmi við starfskjarastefnu stjórnvalda. Vilja ráðherrarnir að launin verði skrúfuð niður, og það strax. Þannig skil ég skilaboðin úr Stjórnarráðinu.

Þessi skilaboð eru mikilvæg. Nú þarf Viðskiptaráð og SA að vakna til lífsins því kveikjan að yfirstandandi kjaradeilum er annars vegar kjaramisréttið í samfélaginu og svo að sjálfsögðu hitt að lægri kantur launakerfisins liggur of lágt miðað við tilkostnað grunnþarfa.