Fara í efni

TEKIÐ OFAN FYRIR HAUKI

Haukur R Hauksson
Haukur R Hauksson
Haukur R. Hauksson, kennari, skrifar umhugsunarverða og tímabæra grein í Fréttablaðið í dag um Finnafjarðaráform.
Haukur segir í niðurlagi greinar sinnar: Andmælum yfirgangi og vanmati á landinu. Ég tek ofan fyrir bóndanum á Felli og öðrum þeim landeigendum í Finnafirði er standa fast í fæturna og ætla ekki að láta þetta yfir sig ganga. En undir hvað voru æðstu ráðamenn þjóðarinnar að skrifa hér um daginn? Hví má ekki birta almenningi þennan samning? Erum við til í að gleypa við öllum vitleysishugmyndum án umhugsunar? Hvað ef höfnin yrði nú einn daginn yfirgefin? Myndum við reyna að tyrfa yfir skömmina?"

Það er löngu tímabært að fá opna og gagnrýna umræðu um áform um að gera Finnafjörð á Norð-Asturlandi að stórskipahöfn. Viljayfirlysingar hafa verið undirritaðar, stjórnvöld fagna ákaft. En hverju? Hér er um að ræða mjög afdrifaríkar ákvarðanir. Haukur R. Hauksson hreyfir málinu og hvetur til umræðu. Hann tekur ofan fyrir bóndanum í Felli. Það geri ég líka. En þar að auki tek ég ofan fyrir Hauki R. Haukssyni fyrir grein hans í Fréttablaðinu í dag. Hún er hér: http://www.visir.is/finnafjordur-i-stal-og-steypu---fyrir-hvern-/article/2014707249971

Fyrri skrf mín þessu tengt: https://www.ogmundur.is/is/greinar/um-finnafjord-samstodu-og-gagnryna-hugsun
https://www.ogmundur.is/is/greinar/mest-i-heimi
https://www.ogmundur.is/is/greinar/rikisstjornin-a-mannamali
https://www.ogmundur.is/is/greinar/i-bitid-a-bylgjunni