Fara í efni

TÆR SNILLD!

Mikið létti mér við að lesa Sunndags-Moggann. Sigurjón Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, segir nægar eignir í Bretlandi fyrir Icesafe skuludunum - eða þeim hluta þeirra sem Bretar hafa fengið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að innheimta. Þá getur maður andað léttara. Sigurjón hlýtur að vita þetta. Hann er höfuðhönnuður Icesafe - munið þið: "Tær snilld."
Fyrst höfuðhönnuðurinn segir þetta, þá hlýtur allt að vera í himnalagi. Á Sigurjóni er að skilja í Mogga að það séu nánast smáuarar sem skilji á milli. "Síðasta mat sem ég heyrði gerði gerði ráð fyrir mismun upp á 72 milljarða." Hvað, þetta er ekki nema þrír fjórðu af rekstri heilbrigðiskerfisins á ári. Ekki til að gera sér rellu út af. Bara tær snilld. Grímur