Fara í efni

SVAR TIL KRISTÍNAR MAGDALENU

Það er alveg laukrétt hjá Kristínu Magdalenu Ágústsdóttur að Bónusverslanirnar eru oftast með besta verðið og því kann það að virðast erfitt að refsa bónusdrengnum óreiðurekstur með því að sniðganga verslun hans. Við höfum hins vegar valdið til að mótmæla. Við getum farið á Völlinn, við getum sniðgengið Kaupþing og hreinsað út sparnaðinn og við getum hætt að versla í Bónus ef við viljum. Fjölskylda mín tók allt sitt út úr Kaupþingi, hún fer á Austurvöll á laugardögum og er hætt að versla í Bónus. Bróðir minn segir mér að fjölskylda hans hafi sparað við sig í innkaupum, þau nýta betur matinn, borða öðru vísi og borða minna. Hann hefur alltaf verið passasamur með peninga og notað ákveðna upphæð í mat á mánuði og hann ætlar að láta sömu upphæð duga þótt hann kaupi inn í Nettó nú sem er heldur dýrari. Þannig vill hann leggja svolítið á sig til að geta mótmælt hegðan Bónusdrengjanna og hann segist njóta þess að mótmæla með þessum hætti. Þetta er í ætt við aðferð Gandís ekki ósvipað því að refsa stjórnarflokkum í kosningum, eða eiga þá ósk heitasta að kransakökutoppur útrásarinnar segi af sér embætti, helst fyrir áramótin.
Ólína