Fara í efni

SKULDAKLAFI OG STÓRRIDDARA-KROSSAR

Um hvað eru íslensk stórnvöld, Geir fyrrum fjármálaráðherra og Ingibjörg Sólrún að semja við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn ?
Jú skyldi þó aldrei vera um það hvernig við getum best gengið að kröfum aðildarríkja sjóðsins eins og Breta og Hollendinga um að greiða þeim skaðabætur, sem nema tólffaldri þjóðarframleiðslu. Það tekur ca. 100 ár að greiða þá skuld, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn stofnuðu til, dyggilega studdir af Samfylkingunni. Íslenska þjóðin á að greiða skuldina, enda munar hana ekkert um það hvort sem er. Orðin svo vön því að vera veðsett langt umfram greiðslugetu.
Eða, að í gæsku sinni þá hugsi nú ráðamennirnir loksins um þjóð sína og láti hana ekki bera byrðarnar. Þá verður frekar samið um styttri lánstíma og í staðinn afhendum við Evrópusambandinu öll yfirráð yfir orkuverunum, vatnsréttindunum, jarðhitanum og fiskimiðunum..... og óbyggðunum, sem ríkið er að sölsa undir sig.
Þá verða allir voða glaðir, Sjálfstæðisflokkurinn verður áfram í ríkisstjórn með Samfylkingunni og ef ráðamennirnir verða pínku óvinsælir, þá fá þau skötuhjúin bara sæti á Evrópuþinginu. Halldór Ásgrímsson verður áfram fulltrúi Íslands í einhverju góðu embætti.... Og Ólafur Ragnar fer á eftirlaunin góðu sæll og glaður, með baktryggingu í Dorritarsjóðum, búinn að næla Stórriddarakrossi.... eða minni krossi í helstu þjóðhetjur okkar og sumar tvisvar.2005  Björgólfur Guðmundsson, athafnamaður, Reykjavík, riddarakross, fyrir framlag til viðskiptalífs og menningar.
2005 Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, Reykjavík, stórriddarakross með stjörnu
2005  Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, Reykjavík, stórkross, fyrir störf í opinbera þágu
2001 Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, Reykjavík, stórriddarakross með stjörnu fyrir störf í opinbera þágu.
Kveðja,
Sigurbergur Árnason