Fara í efni

Skattatillögur vekja athygli

Skattatillögur BSRB hafa vakið verðskuldaða athygli. Skattaumræðan hefur verið í öngstræti um nokkurra ára skeið en með þessum tillögum er gerð tilraun til að færa umræðuna yfir á frjórri vettvang. Í lesendabréfi á síðunni í dag reifar Ólína þessar tillögur og telur að þær eigi eftir að verða áhrifavaldar: " Mér sýnist í fljótu bragði að tillögurnar muni hafa veruleg áhrif á skattaumræður eftir kosningar óháð því hvers konar ríkisstjórn tekur völdin. Aðeins einn fjölmiðill landsins virðist hafa þrek til að fjalla um málið efnislega en ég spyr: Af hverju ekki fyrr Ögmundur?" Þessari spurningu svara ég Ólínu í lesendadálkinum. Bréf Ólínu er að venju mjög skemmtilegt og ber titilinn "hundrað þúsund milljón" og er tilvitnun í Halldór Laxnes.......