Fara í efni

SKÁKVEISLA GUÐFRÍÐAR LILJU

Skákveislan sem staðið hefur yfir að undanförnu hefur gefið mér að nýju trú á að skáklistin eigi framtíðina fyrir sér. Skákin er sú íþrótt sem ég ber mesta virðingu fyrir og vel við hæfi að tala um skáklist enda skákin blanda af íþrótt og list. Skákveisluhaldarinn,  forseti Skáksambandsins, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, á lof skilið fyrir sína framgöngu að undanförnu. Hún hefur sem forseti Skáksambandsins  verið málsvari skáklistarinnar undanfarin ár og í því hlutverki hefur hún verið okkur skákunnendum öllum til mikils sóma. Hrafn Jökulsson er annar eldhugi sem kveikt hefur áhuga á skálistinni og unnið henni ómælt gagn auk allra skaksnillinganna sem við eigum.  Mín skoðun er sú að gera eigi veg skáklistarinnar sem mestan í öllu skóla- og tómstundastarfi. Með þeim hætti yrði fjármunum vel varið.
Grimur