Fara í efni

SAMA ENDASTÖÐ?

Bjarni Benediktsson sagði í aðdraganda kosninga 2009 að sennilega væri Ísland of lítið fyrir samkeppni í olíudreifingu. Sjaldgæf uppljómun það. Hægri menn á Íslandi (og víðar) trúa á fákeppni. Vinstri menn á Íslandi (og víðar) trúa á einokun. Samfylkingarmenn trúa á frjálsa samkeppni, sem á litlum markaði (og reyndar víðar) endar í fákeppni. Allir segjast vera á móti spillingu. Kannski væri ráð að ræða spillingu í litlu samfélagi og þá mismunun sem henni fylgir? Það er auðvitað gott að trúa, en kaldhæðni örlaganna er sú að öll kerfi enda á sama stað. Í spillingu.
Hreinn K