Fara í efni

SAKLAUS BÖRN

Heill og sæll Ögmundur.
Ég skrifa þér vegna máls Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur. Ég þekki Hjördísi ekkert persónulega en tel mig knúna sem bæði Íslending og móður til að reyna að fá mál hennar heyrt af yfirvöldum. Ég átta mig á úrskurði danskra yfirvalda sem byggist á einföldu lagabroti, móðirin fór með börnin í leyfisleysi frá Danmörku og á því byggir dómurinn um sameiginlegt forræði og búsetu hjá föður fyrst og fremst. Burtséð frá gögnum sem liggja fyrir um gríðarlegt líkamlegt og andlegt ofbeldi af hálfu fyrrum sambýlismanns hennar og föður 3 dætra hennar. Þá vil ég benda á að aldrei hefur verið tekið mark á vitnisburði barna hennar sem hafa tekið skýrt fram að þau óska þess að vera hjá móður sinni umfram allt. Eru börnin eingöngu leiksoppur aðstæðna sem fá engu um aðstæður sínar né framtíð að segja? Ég vil taka fram að það er eitthvað til sem heitir Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna sem á að vernda rétt barna umfra allt. http://www.boes.org/un/danun-b.html Hér kemur skýrt fram á dönsku, Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna sem á að vera virtur af dönskum yfirvöldum, þar sem er skýrt brot á amk. 3 liðum hvað mál systranna 3 varðar. Velferð 3 barna er í húfi. Æska Íslands sem tapast í höndum föður sem er ofbeldismaður og vinnur enn eitt ofbeldisverkið gegn börnum sínum með þessum úrskurði. Hvar í ferlinu hefur verið hlustað á börnin? Hvar ríkir réttlætið í þessu máli? Hér er Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna vanvirtur að flestu leyti þar sem málstaður barnanna hefur verið vanræktur og systurnar hafa ekki fengið virtar sínar óskir um að vilja búa hjá móður sinni sökum ofbeldishneigðar og vanrækslu föður. Það getur einfaldlega ekki verið að yfirvöld og ráðamenn Íslands láti sig ekki varða slíkt mál, sína eigin þegna, SAKLAUS BÖRN, að samþykkja svo gríðarlegt brot á þeirra réttindum að líklegt þykir að þau þjáist fyrir það alla ævi. Ég trúi enn á réttlætið og að íslensk stjórnvöld geri allt sem í sínu valdi stendur til að standa vörð um rétt þessara 3 barna. Áður en það verður of seint.
Kær kveðja,
Rakel Sif Sigurðardóttir 160281-2949