Fara í efni

RÍKISSTJÓRNIN VERÐUR AÐ LIFA

Í stöðunni er ekki um annað að ræða en að styrkja núverandi ríkisstjórn. Hún er að þrífa upp skítinn eftir Sjálfstæðisflokkinn og það tekur tíma. Ef ríkistjórn fellur t.d. vegna Icesave þá er það mikið slys og myndi valda óbætanlegu tjóni. Sósíalistar og vinstri menn eiga ekki annað kost en að standa vörð um núverandi ríkisstjórn ! Ólafur Ormsson

Sæll Ólafur.
Þakka þér bréfið. Ríkisstjórnin var mynduð til að standa vörð um almannaþjónustuna á erfiðum tímum. Ef Icesave skuldbindingar ógna almannaþjónustunni til framtíðar, þá  verðum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná fram breytingum á samningsdrögunum eða skilmálum í tengslum við ríkisábyrgðina, annars bregðumst við hlutverki okkar. Ríkisstjórnin var ekki mynduð um tiltekna niðurstöðu í Icesave málinu, heldur um velferðarsamfélag á Íslandi.
Ég er algerlega sammála þér að við eigum að finna lausn í Icesave málinu sem við getum lifað méð - og þar með ríkisstjórnin sem ég hef kallað "samfélagslega nauðsyn.".
Ögmundur Jónasson