Fara í efni

RÍKISSTJÓRN OG FME HAFA GENGIÐ Á BAK ORÐA SINNA

Sæll Ögmundur.
Eitthvað rámar mig í að bæði Geir forsætisráðherra ásamt Björgvini viðskiptaráðherra hafi í sjónvarpsmiðlum lofað því að inneign landsmanna í séreignarsjóðum hyrfu ekki fyrir augum okkar. Það passar ekki alveg við að Almenni lífeyrissjóðurinn var að tilkynna mér lækkun á minni eign væri 25% sem er 2ja til 3ja ára laun hjá mér skv. minni áætlun um notkun séreignar á eftirlaunum. Staðreyndin er sú að ríkisstjórnin hefur markvist unnið gegn hagsmunum lífeyrissjóða með því að setja lög um forgangskröfu bankabókainneigna og þannig skert hagsmuni annarra og þar með talið lífeyrissjóða sem eiga eðli máls samkvæmt ekki mikinn hluta eigna sinna á bankabókum. Einnig gekk ríkisstjórnin og FME á bak orða sinna þegar það var ljóst að bankabréf yrðu ekki flutt í nýju bankana þvert ofan í fyrri loforð og þetta voru umtalsverðar fjárhæðir.
Kveðja.
Sturla