Fara í efni

RÉTTMÆTT AÐ BENDA Á SAMHENGI HLUTANNA

Þó að ég sé hlutlaus gagnvart seðlabankastjóra, finnst mér ekkert að því að hann bendi á samhengi hlutana, án þess að það verði talið að hann blandi sér í pólitik. Svo finnst mér ekkert að því að ríkið tryggi það sparifé sem almenningi hefur tekist að nurla saman kannski alla æfi.
Andrés Adolfsson

Þakka þér bréfið Andrés. Í rauninni þurfum við ekki að vera ósammála sýnist mér. Ég var einfaldlega að fara fram á rök af hálfu seðlabankastjóra en að hann tæki ekki þátt í áróðursmennsku án þess að færa sannferðug rök fyrir máli sínu. Varðandi sparnaðinn þá er ég sammála þér að hann ber að tryggja eftir föngum en þar eru líka takmörk og getur komið að forgangsröðun. Það finnst alla vega öryrkjanum eða láglauafólkinu þegar hert er að því svo hægt sé að tryggja eignir annarra.
Kv.
Ögmundur