Fara í efni

RÉTT HJÁ JÓNI BJARNASYNI

Það var hárrétt ábending hjá Jóni Bjarnasyni, alþingismanni, í kvöldfréttum RÚV, að það er iðulega – kannski oftast – við fjárveitingavaldið að sakast þegar stofnanir fara fram úr fjárlögum en ekki við þær sjálfar eða stjórnendur þeirra. Ég starfa á sjúkrahúsi og hef ég fylgst af forundran með umræðunni að undanförnu um meint ábyrgðarleysi ríkisstofnana vena framúrkeyrslna. Það er líka rétt, sem fram kom í viðtalinu við Jón Bjarnason að stundum er fjárveiting skorin við nögl af yfirveguðum pólitískum ásetningi. Það var til dæmis gert á mínum vinnustað, Landspítalanum. Um það er ég sannfærð. Þetta var gert til þess að þröngva stofnuninni út í einkavæðingu. Ef Jón Bjarnason  skyldi lesa þetta þá má hann vita að mér þótti gott að hann skyldi vekja athygli á þessu sjónarhorni.
Ein starfandi á LHS