Fara í efni

PENINGAR OG PERSÓNUR OG SIÐFERÐI

Hjörtur skrifar furðulegt bréf um siðferði og peninga. Að seðlabankastjóri hafi sagt að þjóðin muni ekki standa við skuldbindingar sínar. Það sagði hann aldrei. Hann sagði hins vegar að það væri vert að leitast við að taka saman á skuldbindingum innanlands, hugsanlega umfram það sem lög skylda ríkið til. Bretar hafa nú ekki lagt í vana sinn að greiða skuldir fyrir aðra. Skrýtið að þeir skuli ætlast til þess af öðrum. Skuld seðlabankastjóra við heimsbyggðina er því minni, en óvildarmenn hans innan Samfylkingarinnar vilja vera láta.

Bretar létu flytja alla íbúa Diego Garcia, um 30.000 manns brott fyrir nokkrum áratugum síðan, til að þeir gætu sett upp leynilega flugstöð á eyjunum. Þeir neituðu að greiða fólkinu skaðabætur. Bretar töpuðu þessu máli síðan fyrir rétti fyrir tveimur árum, en ekki borga þeir enn.
Hreinn K