Fara í efni

ÖRYRKJAR OG KOSNINGAR

Ég held að kosningalögin varðandi aðstoð við öryrkja hafi mótast af því, að fylgdarmaður "af götunni" væri e.t.v. að tryggja það að öryrkinn kysi eins og fjölskylda hans vildi. Jafnvel opnaði það fyrir möguleikann, að hægt væri að selja atkvæði sitt! Þess vegna væri eðlilegra að einhver úr kjörstjórn aðstoðaði þann, sem ekki gat kosið sjálfur, enda kjörstjórnarmenn bundnir þagnarskyldu!
Kristinn Þorsteinsson

Ég held að þetta sé rétt hjá þér Kristinn. Hins vegar skil ég vel þá öryrkja sem þurfa aðstoð, að þeir vilji ráða því sjálfir hverjir veita hana.
Kv.,
Ögmundur