Fara í efni

NÝBREYTNI VG


Vinstrihreyfingin grænt framboð vill nýta sér nútímatækni til hins ítrasta til að koma boðskap sínum og áherslum á framfæri. Þannig lætur flokkurinn ekki við það eitt sitja að efna til fundaraðar víðs vegar um landið á næstunni til að kynna áherslur sínar í efnahagsmálum heldur er einnig hægt að fá forsmekkinn af fundunum með því að hlýða á mál formanns flokksins í þar til gerðu sjónvarpsávarpi. Með því að smella á slóðina sem hér fylgir má heyra og sjá ávarp Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG þar sem hann tíundar hugmyndir flokksins sem kynntar hafa verið á Alþingi og verða ræddar á opnum fundum á næstunni.


Endilega látið myndbandið á Youtube berast sem víðast:

http://www.youtube.com/watch?v=riojMcRCJ3w&eurl=