Fara í efni

Nú skiljum við!

Samkeppnisstofnun hefur veitt okkur innsýn í vinnubrögð á fákeppnismarkaði: Stórfellt svindl stundað af yfirvegaðri nákvæmni; lagt á ráðin um hvernig hægt væri að hafa sem mest af viðskiptavinunum, bæði hinum almenna kúnna og einnig stórkaupendum sem stóðu í þeirri trú að þeir væru að bjóða út verkefni á grimmum samkeppnismarkaði. Það sem þeir ekki vissu var að handan við borðið sammæltust fyrirtækin um hvert þeirra ætti að fá verkefnið hverju sinni og hvernig afrakstrinum, þ.e.a.s. ránsfengnum, yrði síðan skipt á milli hinna. Svona fara menn sem sagt að þegar þeir halda um taumana á einokunarmarkaði. Og nú hljótum við að skilja hvers vegna ríkisstjórninni liggur svona mikið á að koma þjóðareignum í hendur fákeppnisrisanna - Eða hvað?