Fara í efni

NORRÆN VELFERÐ?

Sæll Ögmundur.
Barnabarn mitt veiktist um helgina, fékk 40 stiga hita og verki. Í dag fór hún til læknis, beið í 40 mínútur, fékk svo tveggja mínútna viðtal þar sem henni var sagt þetta væri vírussýking og var send heim og sagt að hvíla sig, var svo rukkuð um 2600 kr. Hún er tveggja barna móðir í láglaunastarfi. Er þetta gott dæmi um norrænt velferðarkerfi?
Jón Torfason