Fara í efni

NÆGIR AÐ SPJALLA Í SÍMA?

Hrikalegt er að fylgjast með sumum minni frammboðanna bera það á borð að þau hafi enga stefnu heldur ætli bara að rabba um hlutina, helst á netinu, þá verði allt gott. Ekkert vesen. Piratflokkurinn segist hafa skrásett  hvernig þingmenn hafi greitt atkvæði. Ljómandi fínt, en er þetta eitthvað til að láta kjósa sig á þing fyrir? Svo kemur í ljós að í umhverfismálum er engin stefna. Er þetta í lagi? Og Landspítalanum verði komið í rekstrarjafnvægi ef hægt yrði að ræða rekstrarvandann á netinu. Skyldi nægja að ræða málið í síma?
Sunna Sara