Fara í efni

MENNING Á UNDANHALDI?

Ósköp er það raunalegt að komast að því hversu seint þessi þjóð virðist ætla að þroskast. Fjöldinn allur af málsmetandi fólki, þ.m.t. ráðherrar missti andlegt jafnvægi þegar kínverskur auðkýfingur gerði tilboð í eitt nafnkenndasta hálendisbýli Íslands. Nú höfum við fórnað gífurlegu landssvæði á hálendinu undir virkjunarlón og nú þegar hafa sannast illspár um sandfok og jarvegsmengun í Lagarfljóti ásamt því að náttúruperlan og bújörðin Húsey er að leggjast í auðn vegna sandfoks. Gerir fólk sér ekki ennþá grein fyrir gildi náttúrunnar og þeirri augljósu staðreynd að umhverfið er umgjörð alls lífs, þ.m.t. mannlífs? Hefur fólk hugleitt verðlagninguna á öllu Íslandi í hlutfalli við tilboð kínverska auðmannsins í Grímsstaði? Það er engu líkara en að menning -í góðum skilningi- á Íslandi sé á undanhaldi.
Árni Gunnarsson