Fara í efni

Margboðað bankarán

Mætast undir mykjuskán,
mjög þá sölu flýtt.
Þau boða meira bankarán,
byrjað upp á nýtt.

Stefnt að sölu Íslandsbanka á næstu vikum - RÚV.is

Veðurspá
Ekki viðrar vel á þvott,
vætan drekkir flestu.
Veðrið reynist víða gott,
verður þurrt að mestu.

Kári

p.s. Segja má að þetta sé klassísk þversagnakennd veðurspá fyrir klassískt íslenskt veður, bæði rakt og þurrt á sama tíma.