Fara í efni

MANNRÉTTINDI Á ÍSLANDI RÆDD Í GENF

Í dag lauk svokallaðri fyrirtöku Íslands um mannréttindi hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf í Sviss en þar hefur Mannréttindaráð SÞ höfuðstöðvar sínar. Fundahöldin hófust á mánudag en þá gerði sendinefnd Íslands grein fyrir skýrlsu um stöðu mannréttinda. Skýrlan var unnin með aðkomu margra ráðuneyta, stofnana og félagsamtaka á Íslandi og var efnt til almennrar opinnar umræðu um hana áður en hún var send Sameinuðu þjóðunum fyrr á þessu ári. Frjáls félgasamtök nýttu einnig þann rétt sinn að senda inn til SÞ svonefndar skuggaskýrslur um stöðu mannréttinda á Íslandi.
Sá háttur er hafður á með skýrslur af þessu tagi að fulltrúar annarra ríkja gaumgæfa þær, gera athugasemdir og setja fram fyrirspurnir ef því er að skipta og fá við þeim svör. Þetta var markmiðið með fundinum í Genf sem lauk í dag.

Barnahúsið vakið heimsathygli

Þetta hefur þann kost í för með sér að skýrslur verða annað og meira en orð á blaði; eru teknar alvarlega og fá lifandi umræðu, allt frá vinnslu til lokaumfjöllunar. Athugasemdir og fyrirspurnir hvað Ísland snertir snérust um ýmis atriði, t.d. málefni fatlaðara, stöðu kynjanna, réttindum farandverkamanna, heimilsofbledi, kynferðisofbeldi,ofbeldi gegn börnum og ástand fangelsismála. Berlega kom  í ljós að Barnahúsið íslenska hefur vakið heimsathygli fyrir hve ákjósanlegt fyrirkomulag það býður upp á til að tryggja börnum sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðilegu ofbeldi vinssamlegt umhverfi fyrir yfirheyrslur.
Í ræðu minni sl. mánudag og í svörum við fyrirspurnum í kjölfarið tíundaði ég ágæti Barnahússins og sagði frá þeirri reynslu sem við höfðum haft af því.

Eignarréttindi ekki á kostnað mannréttinda

Ég ræddi fjölmörg önnur atriði og þá ekki síst áhrif bankahrunsins, vék að aðkomu Alþjóðagjladeyrissjóðsins og lagði áherlsu á að krepputímum væri ástæða til að vera á varðbergi gagnvart félagslegum áhrifum atvinnustefnu, ekki síst hvað varðar hlutskipti kynjanna og að mikilvægt væri að láta niðurskurð ekki bitna á þeim sem lakast stæðu í samfélaginu: Þegar forgangsraðað væri mætti ekki hygla eignarréttindum á kostnað mannréttinda. Við ættum alltaf að forgangsraða í þágu mannréttinda.
Fundahöldin sl. mánudag er öll að finna á vef Innanríkisráðuneytisins.
Í íslensku sendinefndinni voru auk mín, María Rún Bjarnadóttir og Halla Gunnarsdóttir frá Innanríkisráðuneyti, Guðríður Þorsteinsdóttir frá Velferðarráðuneyti og Elín Rósa Sigurðardóttir frá Utanríkisráðuneyti.
Kristinn F. Árnason, sendiherra, Veturliði Þór Stefánsson, starfsmaður sendiráðsins og Ingunn Hilmarsdóttir sem tímabundið er við sendiráðið hér í Genf sóttu einnig fundina og voru íslensku sendinefndinni til halds og trausts í gegnum ferlið.

Guðríður Þorsteinsdóttir, María Rún Bjarnadóttir, Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra og Halla Gunnarsdóttir

Sjá einnig vef Innanríkisráðuneytis:
http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/27301