Fara í efni

LÝÐRÆÐIÐ LEYSIR ALLAN VANDA

Mér þótti gott að sjá viðtalið við þig á mbl.is þar sem þú sagðir afdráttarlaust að þú vildir að ríkisstjórnin lifði. Reyndar hef ég aldrei efast um að þú vildir það enda sagðir þú þig úr ríkisstjórninni fyrir tæpu ári  til að bjarga henni frá dauða. Svo einfalt var það. Það er hárrétt sem þú bentir á í viðtalinu á mbl.is að lausnin í ESB málinu er lýðræðið. Það er þjóðin sem kemur til með að ákveða málalyktir. Mér þótti gott hjá Jóni Bjarnasyni að benda á að samningaviðræðurnar gætu verið að þróast yfir í aðlögunarviðræður. Það má ekki gerast. Út úr þeim farvegi þarf málið að fara. Þetta þarf að gerast í sátt og samlyndi og án hótana. Munið að þið á þingi eruð að vinna fyrir okkur. Við munum ráða í þessu máli. Lýðræðið leysir allan vanda.
Læt slóði8na á mbl.is viðtalið fylgja hér: http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/?fl=0;media_id=51033;play=1&ref=fpsjonvarp
Grímur