Fara í efni

LANDRÁÐ

Sæll Ögmundur.
Fyrir nokkru síðan velti ég fyrir mér hvað væri í vændum, þegar birtust á forsíðu Mogga myndir af lögreglu við mannfjöldastjórn.
Í einfeldni minn hélt ég að það væru kjarasamningar um áramót, sem stjórnvöld væru að undirbúa sig fyrir, en auðvitað er það einkavinavæðing og sjálftekja svokallaðra "fulltrúa almennings”, sem gæti farið fyrir brjóstið á þessum sama almenningi. Orkuveituskandallinn er svo grófur að maður hefur ekki hugmyndaflug til að ímynda sér neitt slíkt. Landráð.
Mín skilaboð til þín sem þingmanns, eru þau að taka eins harkalega á þessu og mögulegt er og ég veit að VG mun gera það.
Og þar sem ég veit að Ríkislögreglustjóri les póstinn þinn, þá er ég fullviss um að hann mundi ekki hafa stjórn á mannfjölda, sem kæmi saman til þess að mótmæla þessu. Ég held að almenningi sé algerlega ofboðið.
Kveðja,
Sigurbergur