Fara í efni

,,KROSSFARARNIR"


Til hamingju með 17. júní

Til hamingju vinir og vandamenn
öll eigum við saman daginn
 Eftir árin sjötíu og sjö erum enn
 sjálfsörugg og laginn.

,,KOSNINGALOFORБ‘

Leiðin að hjarta launamanns
er loforð um betri haga
Enn ekki læðast í vasa hans
eins og forðum daga.

TIL HAMINGJU MEÐ ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN

Árin teljum nú sjötíu og sjö
sem lýðveldið fór á koppinn
En jafngömul erum bæði tvö
og líklega komin á toppinn.

STJÓRNARFLOKKARNIR MEÐ SAMEIGINLEGA SILKIHANSKA Á SAMHERJA

Flokkarnir nú stilla strengi
Það stendur til að kjósa
Æ ekki hef ég fengið lengi
einræðis stefnuna ljósa.

,,25. SEPTEMBER‘‘

 Nú kosið verður í kreppulok
kannski lagast vandinn
Ég þreyttur er orðin uppí kok
enn hvað segir landinn.?

 ,,Æ. HANN BRYNJAR‘‘

Leiðindi hann leika grátt
lélegur húmor líka
Brynjar vill ávalt hafa hátt
og heimskunni flíka.

Sjálfstæðisungliðar sakna hans
segja hann vera hreint elígans
húmor þar hafa
ekkert af skafa
að ímynd ´ann sé hvers manns.

Höf. Pétur Hraunfjörð.