KREFST SVARS UM BAKKA
						
        			28.03.2013
			
					
			
							Hvernig réttlætir þú nýsamþykkt lög sem heimila atvinnumálaráðherra, samflokksmanni þínum, Steingrími J. Sigfússyni, að semja um milljarða ríkisstuðning upp úr mínum skattavasa til erlendrar kísilmálmbræðslu á Bakka við Húsavík og skattaívilnanir í ofanálag, þar með talið niðurfellingu á tryggingagjöldum? Ég krefst svars.
Jóhannes Gr. Jónsson
Ég ætla þeim sem studdu lögin að finna réttlætingu þeirra. Ég studdi þessi lög ekki. 
Ögmundur