Fara í efni

KRAFAN ER KJARAJÖFNUN - EKKI ALMENN LAUNALÆKKUN


Í fréttum í dag var ágætt viðtal við Þuríði Einarsdóttur, formann Póstmannafélags Íslands. Hún sagði að farið væri að skerða kjör póstburðarfólks. Gæti kjaraskerðingin numið 10%. Það væri stór biti fyrir fólk með innan við 200 þúsund krónur í tekjur. Ég vil taka undir með formanni PFÍ. Greinilegt er að upp er kominn alvarlegur misskilningur hjá þeim sem stýra stofnunum og fyrirtækjum. Þeir virðast halda að gefið hafi verið grænt ljós á launalækkun hjá launaþjóðinni einsog hún leggur sig. Það er af og frá. Það eru topparnir sem eiga að lækka. Þeir lægstu eiga að hækka. Krafan er kjarajöfnun. Ekki launalækkun.
Sjá nánar:
http://dagskra.ruv.is/ras2/4435523/2008/12/28/3/
http://www.visir.is/article/20081227/FRETTIR01/568987969