Fara í efni

Í FRAMHALDI AF OLÍFUVIÐAR-GREIN

Í framhaldi af grein þinni um Ólífuviðargrein þá er vert að rifja upp ferð Apolli 11 til tunglsins í júlí 1969. Merki ferðarinnar (Mission Emblem) var hannað af geimförunum sjálfum. Þeir komu upp með þá hugmynd að nota ameríska örninn og tunglferjan sjálf var kölluð "Eagle". Í lokafasa hönnunarferlisinu þótti geimförunum útlit arnarins vera of frekt með sína sterku klær útbreiddar. Því var ákveðið að láta hann halda á ólífuviðargrein til að undirstrika að um friðsamlegan leiðangur væri að ræða. Sjá nánar: https://www.nasa.gov/feature/the-making-of-the-apollo-11-mission-patch
Sveinn V. Ólafsson