Fara í efni

HVERT ATKVÆÐI SKIPTIR MÁLI TIL AÐ TRYGGJA KJÖR GUÐFRÍÐAR LILJU


Birtist í Kópavogspóstinum 09.05.07.
Komandi Alþingiskosnnigar eru örlagaríkar vegna þess að þá ræðst inn á hvaða brautir verður haldið með þjóðfélagið á komandi árum. Sjálfstæðisflokkurinn kveðst ætla að einkavæða heilbrigðisþjónustuna og selja orkufyrirtæki. þetta eru kosningaloforð þótt í mínum huga hljómi þetta fremur sem hótanir.
Sala orkufyrirtækjanna er reyndar hafin með ákvörðun um að selja hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Ef Landsvirkjun verður seld skapast raunverulega sú hætta að stóriðjufyrirtækin sem hér hafa verið að hasla sér völl komi til með að sitja beggja vegna borðsins í samningaviðræðum um orkuverð. Með öðrum orðum að Alcan semji við Alcan og Alcoa semji við Alcoa! Þetta er því miður ekkert spaug. Þetta er raunveruleg hætta.

Það er líka staðreynd að þrátt fyrir að reynslan af einkavæðingu heilbrigðisþhjónustunnar hafi verið sú að þjónustan hafi orðið dýrari og að hún hafi leitt til mismununar, þá virðsit það engu breyta fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Honum voirðst meira umhugað að standa vörð um hagsmuni fhjárfesta en hagsmuni skattgreiðenda og sjúklinga.

Nú ætla ég að leyfa mér að varpa fram spurningu til kjódsenda. Hvaða flokkur er líklegastur til að forða stórslysum af þessu tagi? Á síðasta þingi voru þingmenn VG aðeins 5, ámóti 22 þingmönnum Sjálfstæðisflokks, 20 þingmönnum Samflykingar, 14, þingmönnum Framsóknarflokks og 4 þingmönnum Frjálslyndra. Láti menn nú hugann reika til liðinna ára þegar deilurnar um Kárahnjúka geisuðu, um sölu Landssímans og alla einkavinavæðinguna, um Íraksárásina og misréttispólitíkina. Þingmenn VG stóðu alltaf eins og klettur þótt við höfum ekki mátt við ofureflinu.
Ef við fáum aukinn styrk á Alþingi í komandi kosningum munum við ekki aðeins verða betur í stakk búin til að forða stórslysum heldur munum við geta látið gott af okkur leiða í þá veru að stuðla að jafnvægi og stöðguleika og efla velferðarundirstöður samfélagsins. Ef litið er til Suðvestur-kjördæmis þá er það lykilatriði að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sem skipar annað sæti á lista VG nái kjöri en samkvæmt skoðanakönnunum er raunveruleg hætta á að svo verði ekki. Hvert atkvæði skiptir máli.