Fara í efni

HVERS VEGNA ÞENNAN FLÝTI?

Nú sýna skoðanakannanir að næstum tveir þriðju hlutar þjóðarinnar vilja að Icesave fari í þjóðaratkvæði. Verið er að safna undirskriftum því til stuðnings. Á sama tíma ætla þingmenn að flýta afgreiðslu málsins, væntanlega í þeirri von að ekki reyni á vilja þjóðarinnar. Ef undirskriftasöfnunin gengur vel og forseti vísar málinu til þjóðarinnar og þjóðin fellir, er þá ekki einsýnt að Alþingi hefur tapað trausti þjóðarinnar og gerst sekt um að ganga vísvitandi á svig
við þjóðarvilja? Það hefur sýnt sig í þessu máli að þjóðin er sterkt en þingið veikt.
Kannski nenna þingmenn ekki að hafa málið lengur hangandi yfir sér?
Hreinn K