Fara í efni

HVER TÓK PENINGANA AF REIKNINGUNUM?

Sæll Ögmundur .
Guðjón A Kristjánsson sagði í hádegisfréttum 10.11. að í árslok 2009 yrðu skuldir þjóðarbúsins um 1000 milljarðar. Hvernig er hægt að matreiða svona upphæð í okkur skattborgarana án þess að sannreyna margar yfirlýsingar fyrrum bankastjóra bankanna um að allt féð hafi verið inn á þessum erlendu reikningum og Björgúlfur Thor sagði að hægt hefði verið að setja 5 falda ábyrgð á Icesafe með ríkisbréfum í Bretlandi og Þýskalandi ásamt öðrum löndum. Hver tók þetta fé þá af reikningunum því enginn hefur upplýst þjóðina um það og verði það ekki gert strax af skilanefndum fyrrum einkabankanna þá munum við upplifa aðgerðir á Austurvelli 1968 sem örugglega enginn vill lifa upp aftur.
Þór Gunnlaugsson