Fara í efni

HVAR ERU ÚTREIKNING-ARNIR?

Ég álít, að kominn sé tími til, að utanríkisráðherra fari fram á það við sendiherra Íslands í Danmörku (SG), að hann láti sendiráðið taka saman yfirlit um umræðu þá er fram hefur farið un einkasjúkrahús í Danmörku og eru rekin á sömu forsendu og hugmyndafræðingar einkarekinna sjúkrahúsa á Íslandi eru að reyna að koma á. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra Dana; núverandi forsætisráðherra,Lars Løkke Rasmussen, afhenti einkasjíkrahúsunum einn miljarð (dkk) meir en réttlætanlegt var, samkvæmt ríkisendurskoðuninni dönsku. Og bent hefur verið á með rökum, að þessir peningar hafi óbeint verið teknir frá ríkisspítulunum. En dregið var úr hneykslinu með því að ríkisendurskoðendurnir klofnuðu í áliti sínu og taldi minnihlutinn, (stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar) að ekki hafi verið um ólöglegan gjörning að ræða. Þannig slapp skúrkurinn.
En fleira kemur fram í umræðunni hér í landi. Einkasjúkrahúsunum var gert að stofna tryggingarsjóð til að standa straum af málaferlum, ef sjúklingar stofnuðu til þeirra, væri um læknamistök að ræða og væntanlegum skaðabótum, ef einkasjúkrahúsin yrðu dæmd til greiðslu. Nú hefur þessi sjóður gufað upp, og þeim er ekki lengur gert að hafa slíkar tryggingar og fram hefur komið, að skaðabætur vegna læknamistaka lendi á dönskum skattborgurum, eins og um læknamistök á ríkisspítölunum sé að ræða. Það er sem sé margt annað en eingreiðsluframlag upp á einn miljarð (Ikr), sem hér er í húfi á Íslandi. Einnig vaknar sú spurning, hver gefur út reikninginn til sjúklingsins? Er það einkasjúkrahúsið á Ásbrú, eða læknir, sem vísar sjúkllingi til íslenzka einkasjúkrahússins; - sem einhvers konar millilliður, þar sem obbinn af „provenuet" týnist?
Og að lokum. Verður gjaldskrá einkasjúkrahússins opinber og sæti umfjöllun íslenzkra heilbrigðisyfirvalda? Og á að leyfa íslenzkum læknum, sem eru fastráðnir á ríkisspítulunum að vinna í „aukavinnu" fyrir uppsprengda taxta, svo vinna þeirra á ríkisspítulunum mæti afgangi? Lengir þetta biðlista almúgans á Íslandi? Láttu fara fram opinbera umræðu um þetta; - háværa og snarpa. Láttu Róbert og Andrés standa fyrir máli sínu og hina pótintátana líka. Þeir eiga svörin, en vilja þeir opinbera þau?
Aldrei verður því trúað, að ekki sé búið að reikna þetta allt saman út. (Reyndar kæmi ekki á óvart, að þessir Íslendingar, sem hæst kalla á þessa einkavæðingu, viti ekkert um þetta, því þeir hefðu stöðu handbendis í þessu máli. Reynslan er ólygnust). Farðu nú að breyta skoðun þinni á stöðu Íslands innan alþjóðasamfélagsins. Þú veizt hvað ég meina!
S